Opið verður í dag frá kl 13:00-20:00, veðrið er mjög gott logn, -5c° og léttskýjað og færið er mjög gott nýr snjór á öllu svæðinu, alveg lista færi fyrir alla skíðaiðkendur, nú er um að gera að drífa sig í fjallið, brekkur við allra hæfi, 3 lyftur keyrðar samtals lengd 2km og brekkur um 2,3 km og breiddin eftir því, gerist ekki betra, gönguspor við Hól. Snjócrossbraut verður tilbúinn um kl 16:00 í dag tilbúinn til æfinga fyrir mótið sem fer fram á laugardaginn 28. febrúar kl 14:00. Búast má við 1000-1500 gestum yfir helginna, ég mæli með að gestir mæti tímalega á laugardaginn og sunnudaginn, við opnum lyftur báða daga kl 10:00 og lokum kl 16:00.
Velkomin til Siglufjarðar (Fjallabyggð) á skíði og snjósleða.
Starfsmenn