17.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:30 Norðan gola, frost 5 stig og léttskýjað, færið er
troðinn nýr snjór mjög gott færi fyrir alla, nú er um að gera að drífa sig á skíði, nú fer hver að verða
síðastur að skíða á þessu tímabili, síðasti opnunar dagur verður 2. maí.
Velkomin á skíði
16.04.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, við opnum á morgun kl 10:00, nánari upplýsingar á morgun kl 09:00.
Starfsmenn
15.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá 09:30-12:00, við verðum því miður að loka svæðinu í dag vegna
veðurs, stefnum á opnun á morgun kl 14, nýjar upplýsingar um kl 12:00 á morgun föstudaginn 16. apríl.
Starfsmenn
14.04.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag það er of hvasst SV 7-10m/sek og fer í 18-25m/sek í hviðum, við opnum á morgun kl
10:00 það eru að koma í fjallið á morgun gunnskóla krakka úr 7-10 bekk, nánari upplýsingar á morgun kl 09:00
Starfsfólk
12.04.2010
Skíðasvæðið er lokað í dag vegna viðgerðar á neðstu-lyftu en hún verður komin í lag á morgun um kl 17:00 og við
opnum á miðvikudaginn kl 15-19 og skólakrakkar, 1-6 bekkur verða á skíðum frá kl 09:30 til 12:00 sjáumst hress í fjallinu
á miðvikudaginn.
Starfsfólk.
11.04.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, veðrið kl 10:00 SV 8-10m/sek og fer upp í 15-20m/sek í hviðum, næsta opnun
hjá okkur verður á miðvikudaginn 14. apríl vegna bilunar í gírboxi á neðstu-lyftu.
Starfsfólk skíðasvæðisins vil þakka öllum þeim krökkum og foreldrum sem heimsótu okkur nú helginna frá Akureyri,
Reykjavík og Sauðárkróki og að sjálfsögðu heimafólki. Skíðasvæði hefur verið opið í 82 daga frá
því að við opnuðum í haust.
Starfsmenn skíðasvæðisins
10.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 SA-gola, hiti um 4 stig og smá rigning, færið er troðinn
blautur snjór ágætis færi fyrir alla, við keyrum allar lyftur, hjá okkur í fjallinu eru margir góðir gestir stór hópur frá
Akureyri, eining eru krakkar frá ÍR í Reykjavík og Sauðárkróki og fleiri góðir gestir.
Velkomin í fjallið starfsfólk
09.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er frábært logn, +4 stig og léttskýjað, færið er
troðinn nýr snjór frábært færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 14 og Búngusvæðið opnar á milli 15-16,
göngubarut er tilbúinn á Hólssvæðinu, nú er um að gera að drífa sig á skíði og njóta dagsins í
góða veðrinu.
Sjáumst hress starfsfólk
08.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er S-gola, hiti um 2 stig og heiðskírt, færið er troðinn
nýr snjór frábært færi fyrir alla.
Við keyrum Neðstu-lyftu og T-lyftu, því miður getum við ekki lagt gönguhring eins og við ætluðum það bilaði annar
troðarinn og þurfum við að nota hinn troðaran við viðgerðina og vonandi verður hann kominn í lag í kvöld.
Velkomin á skíði starfsfólk
06.04.2010
Starfsfólk skíðasvæðisins þakkar þeim fjölmörgu gestum sem heimsótu skíðasvæðið nú um páskana,
sjáumst hress aftur.
Skíðasvæðið er lokað í dag þriðjudaginn 6. apríl og verður lokað á miðvikudaginn 7. apríl vegna kynningarfundar
starfsmanna.
Sjáumst hress á fimmtudaginn 8. apríl þá opnum við kl 15, nánari upplýsingar kl 12 á fimmtudaginn.