17.11.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag, það er um 8-13m/sek og fer upp í 14-17m/sek við enda á T-lyftu.
Við opnum á morgun kl 14:00, nýjar upplýsingar um kl 12:00 á morgun.
Starfsmenn
16.11.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, veðrið er mjög gott S-gola, hiti um 2 stig og
léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór mjög gott færi fyrir alla.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
15.11.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14:00-18:00, það er frábært færi í fjallinu troðinn nýr
snjór orðinn nokkuð harðpakkaður, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, veðrið er mjög gott vestan gola, frost 3 stig og heiðskírt, erum
byrjaðir að vinna Búngusvæðið og stefnum á að opna það um næstu helgi
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
14.11.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 12:00-16:00, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, það er troðinn nýr snjór
á svæðinu, frost 4 stig, smá ofankoma og logn.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
13.11.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag, en við opnum á morgun sunnudaginn 14. nóv kl 11:00, nýjar upplýsingar á
morgun um kl 10:00
Starfsmenn
12.11.2010
Skíðasvæðið verður lokð í dag vegna veðurs, það er töluverður skafrenningur á svæðinu og bætir aðeins
á snjóinn, nýjar upplýsingar um kl 09:00 á morgun laugardaginn 13. nóvember.
Starfsmenn
11.11.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, nýjar upplýsingar um kl 12:00 á morgun föstudaginn 12/11.
Upplýsingar um stöðu mála á svæðinu, á neðstasvæðinu er snjódýpt ca 45-80cm, á T-lyftusvæði um
45-60 cm og á Búngusvæði er 65-80cm, þannig að brekkur eru að verða nokkuð góðar og mjög gott færi fyrir alla.
Starfsmenn
10.11.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, færið er nýr troðinn snjór, mjög gott færi fyrir alla, við
opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, veður NA 4-7m/sek, frost 2 stig og léttskýjað.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
08.11.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag mánudaginn 8. nóvember og þriðjudaginn 9. nóvember, opnum aftur miðvikudaginn 10.
nóvember.
Nánari upplýsingar kl 12:00 á miðvikudaginn
Starfsfólk
07.11.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, færið er troðinn nýr snjór, mjög gott færi fyrir alla, við
opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu.
Ps í dag er gjald í lyftur samkvæmt verðskrá, en því miður er enginn posi á staðnum.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn