Fréttir

Laugardaginn 6. janúar lokað/closed

Lokað verður í dag, það er töluverður éljagangur og mjög blint á svæðinu og verður svo í dag. Það snjóar og snjóar og nú er að myndast afar fallegt púðurfæri. Lítur mikilu betur út á morgun og verður opnað kl 11:00 í fyrramálið.

Föstudaginn 5. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er ASA gola, frost 3-4 stig og léttskýjað. Sama góða færið og er búið að vera síðustu 10 daga, troðinn þurr snjór og nú keyrum við 4 lyftur í dag. Skíðaleið upp á 2,4 km tilbúin. Farið varlega fyrir utan troðnar brautir Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 4. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið verður mjög gott í dag ASA gola, frost 2-3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór og er topp færi í brekkunum. Velkomin í Skarðsdalinn

Miðvikudaginn 3. janúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er SA gola, frost 3-4 stig og heiðskírt. Sama góða færið troðinn þurr snjór. Velkomin í Skarðsdalinn

Þriðjudaginn 2. janúar opið /open 14-18

Gleðilegt nýtt skíða-ár og takk fyrir síðasta skíða-ár Opið í dag frá kl 14-18, veðrið kl 10:30 ASA 2-6m/sek, frost 2-3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi það hefur snjóað aðeins á síðasta sólahring. Velkomin í Skarðsdalinn

Gleiðlegt ár og takk fyrir það gamla

Gleðilegt nýtt skíðár með von um að það snjói heilu sköflunum. Sjáumst hress í Skarðsdalnum á morgun kl 13:00