Fréttir

Föstudaginn 16. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er og verður mjög gott WSW gola, 5-6 stiga hiti og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór en það var 1-3 stiga frost í nótt og er hitastig í snjónum um frostmark. 10 skíðaleiðir klárar og Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 13:00 Dægursveifla í hitastigi er töluverð næstu dag frá 8 stiga hita og niður í 1-3 stig frost á nóttunni, en veðrið verður mjög gott, heiðskírt og hægviðri. Velkomin á skíði

Fimmtudaginn 15. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott ASA 0-5m/sek, hiti 2 stig og er alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór 10 skíðaleiðir klárar og Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur. Veðurútlit næstu daga er mjög gott, bjart veður og hægviðri. Velkomin í Skarðsdalinn

Miðvikudaginn 14. mars opið/open 13-19

Það verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 09:20 ANA 4-8m/sek, frost 1 stig og léttskýjað, en það gæti mögulega verið lítilsháttar éljagangur á milli kl 12-15. Færið er troðinn þurr snjór og verða 10 skíðaleiðir klárar í dag. Hólsgöngubraut er tilbúinn 3 km hringur. Velkomin á skíði

Þriðjudaginn 13. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er ASA 2-5m/sek, frost 2 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór s s frábært veður og færi verður í dag. 10 skíðaleiðir klárar og Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur. Velkomin á skíði

Mánudaginn 12. mars opið/open 13-19

Ath. Svæðið í norður við sleppingu Búngulyftu og suður í dalinn að Skarðinu er lokað vegna veikra snjóalaga. Opið í dag frá kl 13-19, SSA gola, frost 5 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór en það hefur snjóað 10-15cm á síðasta sólahring. Hálslyfta og Búngulyfta opna kl 14:30 Topp veður og færi í dag, !!!TOPPUR AF ÖLLUM TOPPUM!!! Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 15:00 Velkomin á skíði

Sunnudaginn 11. mars lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna veðurs. Erum að fá smá sendingu af snjó. Það verður flott veður á morgun og næstu daga, nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Ath. það er opið alla daga mánudaga-föstudaga kl 13-19 og laugardaga-sunnudaga kl 10-16

Laugardaginn 10. mars opið/open 10-16

Opið í dag rá kl 10-16, veðrið er SSA gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, það verður flott veður og færi í dag. 7 skíðaleiðir klárar og Hólsgöngubraut tilbúin 3 km hringur. Velkomin á skíði í dag

Föstudaginn 9. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er ASA gola, frost 5 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, en það hefur snjóa 10 cm í nótt. Skíðaleiðir sem eru klárar Neðstabrekka, T-lyftbrekka, Hálslyftubrekka, Miðbakki, Búngubakki og Skarðsleið. Einnig Æfintýraleið, Hólabraut og Bobbbraut. Stórkostlegt utanbrautarfæri í efrihlutanum á svæðinu. Flottur dagur framundan í dag og verður einnig á morgun. Hólsgöngubraut verður tilbúin kl 14:00 3 km hringur. Velkomin á skíði Fjallamenn

Fimmtudaginn 8. mars opið/open 13-19

Kl 15:30 Höfum við lokað svæðinu vegna éljagangs og skafrennings. Næstu dagar líta mjög vel út, nýjar upplýsingar kl 10:00 á morgun. Kl 15:00 höfum lokað Hálslyftu og Búngulyftu skyggni er ekki gott eins og er. Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 13:30 NA 6-12m/sek, 4 stiga frost, alskýjað og éljagangur. Færið er troðinn þurr snjór og er mjög gott færi í troðnum brekkum. Brekkur klárar: Neðstabrekka, T-lyftubrekka, Hálslyftubrekka, Miðbakki og Búngubakki. Bobbbraut, Æfintýraleið og  Hólar klárt. Ekki verður lögð göngubraut í dag vegna éljagangs. Velkomin á skíði 

Miðvikudaginn 7. mars opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er ANA 3-8m/sek, frost 5 stig og er léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og hefur snjóað 10 cm í nótt. Brekkur sem verða troðnar í dag eru Neðstbrekka, T-lyftubrekka, Hálslyftubrekka, Skarðsbrekka og Búngubakki, Miðbakki er ótroðinn og er frábært að skíða í honum í silkimjúkrifönninnininini. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 2,5 km hringur. Velkomin á skíði í dag.