Fréttir

Þriðjudaginn 8. apríl lokað

Skoðið nýtt myndband eftir Gulla Stebba hér til hægri á síðunni. Aðstæður í Skarðsdalnum eru frábærar. Það verður lokað í dag. Opnum aftur á morgun 9. apríl kl 14:00 Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00. Nú styttist í Fjallafjörið um Páskana. Opið verður alla daga frá 9. apríl-21. apríl. Verðum með Palla, Leikjabraut, Bobbbraut og fl og svo að sjálfsögðu góða skapið. Umsjónarmaður

Mánudaginn 7. apríl opið 15-19

Neðsta-lyfta opnar kl 13:00. Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 09:30 logn, hiti 4 stig og léttskýjað. Færið er troðinn blautur snjór. Frábært utanbrautarfæri. Skoðið þetta flotta myndband sem Gunnlaugur Guðleifsson tók. http://vimeo.com/90800580 Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 6. apríl opið 10-16

Í dag verður opið frá kl 10-16. Veðrið kl 08:00 S-gola, 5 stiga hiti, léttskýjað og sólin að brjótast í gegn. Færið er troðinn vorsnjór. Tróðum Neðstasvæðið og Hálslyftubakka í gærkveldi, annað er troðið nú í morgun. Það mun verða mjúkt færi í dag, en ágætis færi fyrir utanbrautarskíðun. Skarðsdalurinn er búinn að vera aldeilis flottur síðustu 12 daga logn, sól og snjór í mörgum metrum. Utanbrautar- færi eins og það gerist bezt. Fallið frá efstu brekkum og niður að skála er 500 metrar. Skoðið þetta vidio http://vimeo.com/90800580 Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Laugardaginn 5. apríl opið 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið er bara gott gola, hiti 2 stig, heiðríkja og sól. Sama veður og síðustu 10 daga. Færið er unnið harðfenni en sólin mun mýkja brekkurnar. Frábært utanbrautarfæri er í vestur fjöllum. Frábært veður og mjög gott færi fyrir alla Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Föstudaginn 4. apríl opið 14-19

Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið er mjög gott vestan gola, 3 stiga hitiog léttskýjað. Helgarveðrið lítur ljómandi vel út.   Færið er unnin harðfenni en mun mykjast þegar líður á daginn. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Fimmtudaginn 3. apríl opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið er frábært logn, hiti 5 stig og heiðríkja og sól. Færið er mjúkt, það er mikil sólbráð. Færið á T-lyftusvæði er sennilega bezt. Nú er gott að mæta í Skarðsdalin í sólbað. Velkomin í fjallið. Starfsmenn

Miðvikudaginn 2. apríl opið kl 15-19

Opið í dag frá kl 15-19.  Færið er unnið harðfenni en mýkjist þegar líður á daginn. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Þriðjudaginn 1. apríl opið 09:00-12:30

Opið í dag frá kl 09:00-12:30. Veðrið kl 08:00 logn, frostmark og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni. Ekki verður opið lengur í dag en til kl 12:30 Opnum á morgun miðvikudaginn 2. apríl kl 15:00. Veðurútlit næstu daga er mjög gott. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Mánudaginn 31. mars opið kl 13-19

Það verður opnað kl 09-12:30 á morgun og verða grunnskólabörn í Fjallabyggð í heimsókn 5-7 bekkur og geta allir aðrir sem langar að skíða á morgun mætt á þessum tíma. Opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu á morgun.  Það verður lokað eftir þennan tíma á morgun. Opnum svo aftur á miðvikudaginn 2. apríl kl 15:00. Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið er bara blíða logn, hiti 1 stig og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni en mýkjist þegar líður á daginn. Opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 13:00 og Hálslyftu og Búngulyftu kl 15:00 Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Sunnudaginn 30. mars opið kl 10-16

Opnum á morgun mánudaginn 31. mars kl 13-19. Sama veðurblíðan á morgun. Opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 13:00 og Háls-lyftu og Búngu-lyftu kl 15:00. Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið er frábært vestan gola, um frostmark, heiðskírt og sólin verður sterk í dag. Bera á sig sólarvörn nr 007. Brekkurnar eru þannig að það er troðið harðfenni en mun mýkjast þegar líður á daginn. Frábært utanbrautarfæri í Skarðsdalnum í dag.  Frábært veður og frábært færi Göngubraut á Hólssvæði en ekkert spor. Velkomin á skíði  Starfsmenn