Fréttir

Miðvikudaginn 16. janúar opið kl 15-19

Í dag er skíðasvæðið opið frá kl 15-19, veðrið kl 12:40 W gola, hiti 2-4 stig og léttskýjað. Færið er mjög gott troðinn þurr snjór. Stefnum á að opna Búngusvæðið á morgun og það verður opið til kl 20:00 Drífa sig nú í fjallið, leikurinn við Dani byrjar kl 19:40 svo það er tími fyrir góðan skíða dag. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk

Þriðjudaginn 15. janúar er lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag en opnar aftur á miðvikudaginn 16. janúar kl 15:00 Sjáumst hress þá. Nú styttist í 20. janúar  World Snow Day, allir á skíði. Starfsmenn Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk  

Mánudaginn 14. janúar opið/open kl 15-19

Í dag er skíðasvæðið Skarðsdal opið frá kl 15-19, veðrið kl 11:00 N gola, frost 6-7 stig en alskýjað. Færið er troðinn nýr snjór en undir er harðfenni. Veðurspá næstu dag er mjög góð svo nú er um að gera nýta sér brekkurnar í góðri lýsingu. Það er jafnvel betra að skíða í ljósum á þessu tíma meðan dagsbirtan er þetta stutt. Velkomin í Skarðsdalinn starfsmenn  

Sunnudaginn 13. janúar opið kl 10-16

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 12:30 logn, frost 3 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.  Flott veður og flott færi það  gerist ekki betra. Eins og segir í textanum "ég vil fara heim á Sigló" http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk Fleiri góð myndbönd. http://www.youtube.com/watch?v=aaiVjSfM-qg Velkomin í fjallið starfsmenn      

Laugardaginn 12. janúar opið kl 10-16

Kl 16:30 í dag komu 330 gestir takk fyrir daginn sjáumst á morgun. Í dag laugardaginn 12. janúar verður opið frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 SSV 2-5m/sek, hiti 1 stig, lítilsháttar él  alskýjað. Færið er unnið harðfenni. Hér í Skarðsdalnum er mikið um að vera samæfing barn frá Mývatni, Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki. Hundabjörgunaræfing Landsbjargar fer einnig hér fram við Skíðaskálan. Skoðið þetta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=ZcqkaJOmF7g&feature=youtu.be Velkomin í fjallið starfsmenn  

Föstudaginn 11. janúar opið 14-19

Í dag verður opið frá kl 14-19, veðið kl 13:00 logn, hiti 1 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni. Verðrið næstu daga lítur mjög vel út logn og blíða framundan. Veðurspá næstu dag: http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_vestra/ Skoðið þetta myndband, svona er Skarðsdalnurinn 11. janúar 2013: http://www.youtube.com/watch?v=ZcqkaJOmF7g&feature=youtu.be Skoðið þetta myndband, vorskíðun 2011: http://www.youtube.com/watch?v=mywmLUkU4vk Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 10. janúar opið kl 15-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 16:30 SA gola, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni. Ath. veðurstöðin er út, kemst vonandi í lag í dag. Velkomin í fjallið starfsmenn    

Miðvikudaginn 9. janúar opið kl 16-19

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 16-19, veðrið kl 12:00 W gola, hiti 2 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni. kl 15:15 því miður kemst T-lyftan ekki gang í dag en verður klár á morgun, þannig að það verður eingöngu Neðsta-lyfta keyrð í dag. Velkomin í fjallið starfsmenn  

Þriðjudaginn 8. janúar lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag en opnar á morgun miðvikudaginn 9. janúar kl 16:00 Starfsmenn  

Mánudaginn 7. janúar opið kl 14-19

Ath. Í dag verður eingöngu Neðsta-lyfta keyrð, T-LYFTA er biluð Í dag verður opið frá kl 14-19, veðrið kl 11:00 blíða s s logn, 0 stig og heiðskírt, færið er unnið harðfenni. Ekkert gjald er í lyftunna í dag s s frítt fyrir alla. Velkomin í fjallið starfsmenn