Fréttir

Föstudaginn 9. febrúar opið/open 16-19

Opið í dag frá kl 16-19, veðrið er SW 2-18m/sek en vonandi lægir þegar líður á daginn, frost 2 stig og léttskýjað.  Færið er troðinn þurr snjór Velkomin í Skarðsdalinn

Fimmtudaginn 8. febrúar opið/open 13-19

Opið dag frá kl 13-19, veðrið kl 15:30 WSW 8-12m/sek en á að lægja þegar líður á daginn, frost 5 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Hólsgöngubraut tilbúin kl 14:00 3 km hringur. Velkomin á skíði

Miðvikudaginn 7. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 17:00 WNW 2-15m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóað aðeins í nótt. Göngubraut tilbúin á Hólssvæði kl 15:00 3 km hringur.  !!Vantar skíðakennara á skíðasvæðið!!

Þriðjudaginn 6. febrúar lokað/closed

Það verður lokaðí dag, nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Ath. á skíðasvæðið vantar skíðakennara

Mánudaginn 5. febrúar lokað/closed

Lokað í dag vegna hvassviðris. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00

Hann er rennilegur, hann er fagur en mjúkur

Skarðsdalurinn mun taka vel á móti ykkur í vetur. !!!!Allt til alls!!!! Veitingahús, sundlaugar, hótel, gistiheimili á heimsmælikvarða. Velkomin í Fjallabyggð

Sunnudaginn 4. febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris, sunnan rok og 10 stig hiti. 13 stiga hiti er vestan við Strákagöng kl 08:00. Svona er Ísland í dag. Þegar þessum degi sleppir verður flott veður hjá okkur, frost næstu 8-9 daga.

Laugardaginn 3. febrúar lokað/closed

Það verður lokað í dag vegna hvassviðris SW 8-15m/sek og hviður 18-25m/sek og fylgir þessu töluverður skafrenningur. Verður þetta veður svona í allan dag. Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00

Föstudaginn 2. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 14:40 SA gola, hiti 3 stig og alskýjað, en það kólnar og léttir til og verður orðið heiðskírt kl 16:00. Færið er troðinn rakur snjór. 5 brekkur klárar. Göngubraut er tilbúin á Hólssvæði 3 km hringur  Velkomin á skíði í dag

Fimmtudaginn 1. febrúar opið/open 14-19

Opið í dag frá kl 14-19, veðrið er WSW gola, frost 5 stig en alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór, en það hefur snjóað 15-20 sm á síðasta sólahring þannig að færið er rennilegt og mjúkt. Göngubraut verður tilbúin kl 14:00 á Hólssvæði 3 km hringur. Velkomin á skíði í dag.