Fréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar opið

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 15-19, veðrið er mjög gott N-gola, frost um 6 stig og heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór frábært færi fyrir alla og allar lyftur keyrðar. Við höfum útbúið lítinn gönguhring í Skarðdalsbotni að vestan. Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 37 dag frá 5. desember. Velkomin í fjallið starfsmenn

Þriðjudaginn 2. febrúar lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag, en við opnum aftur á morgun miðvikudaginn 3. febrúar frá kl 15-19, nánari upplýsingar um kl 12. Starfsmenn skíðasvæðisins

Mánudaginn 1. febrúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-18, veðrið kl 10:00 N-gola, frost um 4 stig en alskýjað, færið er troðinn þurr snjór, það hefur snjóða aðeins hjá okkur, það verð allar lyftur í gangi. Það er gönguhringur í Skarðdalsbotninum, góður skautahringur. Velkomin í fjallið starfsmenn

Sunnudaginn 31. janúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, frost 5 stig og heiðskírt, færið er einnig mjög gott troðinn þurr snjór og allar lyftur keyrðar. Við höfum útbúið lítinn gönguhring í Skarðdalsbotni að vestan. Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 35 dag frá 5. desember. Ps sólin kemur upp kl 11:00 á Búngutoppinn Velkomin í fjallið starfsmenn

Laugardaginn 30. janúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott logn, frost 5 stig og heiðskírt, færið er einnig mjög gott troðinn þurr snjór og allar lyftur keyrðar. Við höfum útbúið lítinn gönguhring í Skarðdalsbotni að vestan. Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 33 dag frá 5. desember. Ps sólin kemur upp kl 11:00 á Búngutoppinn Velkomin í fjallið starfsmenn

Föstudaginn 29. janúar opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er frábært A-gola, frost um 7 stig og heiðskírt, færið er einnig frábært það hefur snjóað aðeins svo það er nýr snjór yfir öllu svæðinu og allar brekkur troðnar, mjög gott færi fyrir alla og allar lyftur í gangi. Ps. Sólin hún mun skína á Búngutoppinn í dag. Brekkur sem eru inn í dag eru T-brekka að hluta, Stálmasturbrekka, Þvergilið, brekka fyrir ofan Skíðaskála og það eru allar brekkur inn á Búngusvæðinu. Svæðið er búið að vera opið í 33 dag frá 5. desember. Velkomin í fjallið starfsmenn  

Fimmtudaginn 28. janúar lokað

Skíðasvæðið verður lokað í dag, verið er að vinna á öllu svæðinu  við mokstur og troðslu og verður allt svæðið tilbúið á morgun föstudaginn 29.  janúar en við opnum kl 14-19, veðurspá er mjög góð fyrir næstu daga svo nú er um að gera að hafa skíðinn klár, það er verið að skoða það hvort við getum lagt göngubraut í Skarðsdalsbotninum um helginna. Nánari upplýsingar um kl 11:00 á morgun Starfsfólk skíðasvæðisins  

Miðvikudaginn 27. janúar lokað v/veðurs

Næsta opnun er fimmtudaginn 28. janúar kl 16-19 nánari upplýsingar um kl 12:00 Starfsmenn

Þriðjudaginn 26. janúar lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag. Næsta opnun er fimmtudaginn 28. janúar kl 16-19 nánari upplýsingar um kl 12:00 Starfsmenn

Mánudaginn 25. janúar lokað

Skíðasvæðið er lokað í dag vegna veðurs. Næsta opnun er fimmtudaginn 28. janúar nánari upplýsingar um kl 12:00 Starfsmenn