09.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið er frábært logn, +4 stig og léttskýjað, færið er
troðinn nýr snjór frábært færi fyrir alla, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu kl 14 og Búngusvæðið opnar á milli 15-16,
göngubarut er tilbúinn á Hólssvæðinu, nú er um að gera að drífa sig á skíði og njóta dagsins í
góða veðrinu.
Sjáumst hress starfsfólk
08.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er S-gola, hiti um 2 stig og heiðskírt, færið er troðinn
nýr snjór frábært færi fyrir alla.
Við keyrum Neðstu-lyftu og T-lyftu, því miður getum við ekki lagt gönguhring eins og við ætluðum það bilaði annar
troðarinn og þurfum við að nota hinn troðaran við viðgerðina og vonandi verður hann kominn í lag í kvöld.
Velkomin á skíði starfsfólk
06.04.2010
Starfsfólk skíðasvæðisins þakkar þeim fjölmörgu gestum sem heimsótu skíðasvæðið nú um páskana,
sjáumst hress aftur.
Skíðasvæðið er lokað í dag þriðjudaginn 6. apríl og verður lokað á miðvikudaginn 7. apríl vegna kynningarfundar
starfsmanna.
Sjáumst hress á fimmtudaginn 8. apríl þá opnum við kl 15, nánari upplýsingar kl 12 á fimmtudaginn.
05.04.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er mjög gott N-gola, frost um 4 stig, og heiðskírt, færið er
troðinn nýr snjór, við opnum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu, göngubraut verður tilbúinn kl 13 á Hólssvæðinu.
Tilkynning frá umsjónarmanni skíðasvæðisins bannað er að skíða norðan við Búngu-lyftu lína dregin frá
byrjun Búngu-lyftu og að efrienda á Búngu-lyftu, þar fyrir norðan er stranglega bannað að skíða, þar eru veik
snjóalög.
Velkomin á skíði í dag frábært veður og færi starfsfólk
04.04.2010
Við verðum að breyta opnum til kl 12, það á að lagast veðrið þegar líður á daginn
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 12-17, veðrið kl 08:00 er vestan 6-10m/sek, 3 stiga frost og mjög blint, færið er
troðinn púður snjór, við opnum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu, það kemur í ljós með Búngusvæðið hvort
við getum opnað það bæði vegna veðurs og snjósöfnunar á svæðinu, erum á fullu við að gera neðri svæðin
klár.
Dagskrá í dag; Páskaeggjamót fyrir 12 ára og yngri fer fram við Neðstu-lyftu kl 13-14, brettasýning fer fram fyrir ofan
skíðaskálan kl 14 og vonandi verður brettaleikjabraut tilbúinn kl 13, göngubraut verður tilbúinn kl 13 á Hólssvæði.
Velkomin á skíði í dag starfsfólk
03.04.2010
Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs það er 7-10m/sek meðalvindur og fer upp í 15-17m/sek í hviðum,
frost um 5 stig og töluverður skafrenningur en þá er bara að skella sér í göngufjör með fjölskyldunni í dag og enda
daginn með sundfjöri, við tökum bara hressilega á páskadeginum á morgun og mætum kl 10 í fjallið, nýjar
upplýsingar um kl 08:00 í fyrramálið páskadag á heimasíðu og í 878-3399. Veðurútlit er mun betra á morgun, norðan
gola frost um 6 stig
Ps á skírdag voru gestir um 600 hundruð og á föstudaginn langa töldum við inn á svæðið tæplega 700 manns, þetta eru
frábærar tölur svo ekki sé meira sagt, takk takk gestir góðir, okkur sýnist við vera næstir á eftir Akureyri í fjölda gesta,
sjáumst hress á morgun.
Sjáumst hress á morgun starfsfólk.
02.04.2010
Skíðafjör í Skarðsdalnum byrjar kl 10 og er opið til kl 16 í dag, veðrið er mjög gott N-gola, frost um 8 stig, léttskýjað,
færið er troðinn púðursnjór frábært færi fyrir alla, skíðamaður góður nú er um að gera að drífa sig
út og á skíði sem fyrst og njóta dagsins, við keyrum allar lyftur og allar brekkur klárar, skíðamaður góður við leggjum
á það áherslu að virða rétt hvers annars í brekkunum og skíða í troðnum brekkum, göngubraut verður tilbúinn
á Hólssvæðinu um kl 13.
Brettaleikjabraut, giljabraut, barnaleikjabraut við neðstu-lyftu, barnagæsla, frábært púðurfæri á Búngusvæði, lifandi
tónlist í Skíðaskálanum kl 15-16 og fl og fl.
Velkomin á skíði starfsmenn
Veitingar í Skíðaskálanum
01.04.2010
Skíðafjör á Siglufirði skírdagur
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er NNA 5-7m/sek, frost um 6 stig, éljagangur, léttskýjað og
alskýjað á víxl, færið er troðinn nýr snjór frábært færi fyrir alla, allar lyftur keyrðar og allar brekkur klárar,
göngubraut tilbúinn á Hólssvæði kl 13, brettaleikjabraut er frá topp á T-lyftu og niður Þvergilið tilbúinn kl 11, leikjabraut
fyrir yngstu börnin við neðstu-lyftu tilbúinn kl 10 og barnagæsla við skíðaskálan frá kl 12-14.
Velkomin á skíði starfsfólk
Veitingar í Skíðaskálanum allan daginn