Fréttir

Fimmtudaginn 4. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 11:00 V 6-10m/sek og 10-15m/sek í hviðum, frost 1 stig, éljagangur og alskýjað, færið er troðinn þurr snjór, göngubraut tilbúinn á Hólssvæðinu, við keyrum eingöngu Neðstu-lyftu vegna veðurs. það er of hvasst á efrisvæðum. Velkomin á skíði starfsfólk.  

Miðvikudaginn 3. mars opið

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott SV- gola, hiti um 3 stig og heiðskírt, færið er einning mjög gott nýr troðinn snjór á öllu svæðinu, allar lyftur verða í gangi, göngubraut er klár á Hólssvæði. Ps við ætlum að vera með kennslu fyrir þá sem vilja og lána skíðabúnað. Ath. það eru veitingar seldar á öllum dögum sem opið er og nú er um að gera að drífa sig í bíltúr upp í fjall og fá sér kaffibolla eða eitthvað annað. Velkomin á skíði starfsmenn 

Þriðjudaginn 2. mars lokað

Skíðasvæðið opnar aftur á morgun 3. mars kl 13-19, nú er að skella á vetrarfrí hjá Grunnskólanum á Siglufirði frá miðvikudegi -föstudags, að því tilefni ætlum við á skíðasvæðinu að bjóða upp á kennslu fyrir ykkur krakkar miðvikudaginn 3. mars og fimmtudaginn 4. mars frá kl 13:00-15:00. Ath við lánum ykkur búnað. Færið í fjallinu er frábært nýr snjór yfir öllu, svæðið er búið að vera opið í 56 daga frá 5. desember og gestir eru komnir yfir 4. þúsund og eru miklar fyrirspurnir fram yfir páska. Ath. það eru veitingar seldar á öllum dögum sem opið er og nú er um að gera að drífa sig í bíltúr upp í fjall og fá sér kaffibolla eða eitthvað annað. Sjáumst hress í fjallinu

Mánudaginn 1. mars opið

Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 13-18, veður og færi er frábært S-gola, frost 5 stig og heiðskírt, færið er troðinn nýr snjór og allar brekkur klárar,  allar lyftur verða í gangi, göngubraut á Hólssvæði Velkomin á skíði starfsfólk