Fréttir

Föstudaginn 19. febrúar opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið er mjög gott SSA gola, um frostmark við skíðaskálan (200m) en 3. stiga frost við sleppingu á Búngulyftu (650m) og það er léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og eru troðnar 5 skíðaleiðir. Veðurspá dagsins er sunna átt 2-7m/sek og lítilsháttar éljagangur af og til, þannig að það verður gott veður í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Fimmtudaginn 18. febrúar opið 13-20

Opið í dag frá kl 13-20, veðrið kl 13:00 er mjög gott sunnan gola, frost 2 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór og er púðursnjór í dalnum  ca 10-25cm. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Miðvikudaginn 17. febrúar opið/open 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið kl 10:00 SSW 2-6m/sek og heiðskírt. Það verður hægviðri framan af degi og svo snýst í norðanátt í kvöld. Færið er troðinn þurr snjór það hefur snjóað ca 10-20 sm. Opið á morgun fimmtudaginn 18. feb frá kl 13-20.   Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Þriðjudaginn 16. febrúar lokað

Í dag verður lokað en opnum á morgun kl 13:00-19:00 og það verður opið á fimmtudaginn 18. feb kl 13-20 Nýjar upplýsingar kl 10:00 Svæðisstjóri

Mánudaginn 15. febrúar opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 15:00 ASA gola, 4. hiti í við skíðaskálan (200m) en 1. stiga hiti við sleppingu á Búngulyftu (650m) og léttskýjað. Færið er troðunn þurr snjór. Það verður SA átt í dag en útlit með morgundaginn er ekki gott SV rok en frá miðvikudegi til föstudags lítur veðrið betur út. Göngubraut tilbúin í Hólsdalnum. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn  

Sunnudaginn 14. febrúar opið 10-16

Opið í dag frá kl  10-16, veðrið kl 10:00 er mjög gott norðan gola, frost 4-7 stig og er að birta til í dalnum. Færið er troðinn þurr snjór. Búið að troða 7 skíðaleiðir. Flott veður og færi í dag Göngubraut tilbúin á Hólssvæði ca 3 km hringur. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Laugardaginn 13. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið er ASA 2-6m/sek, frost 3-6 stig og léttskýjað. Það verður flott veður í dag. Færið er troðinn þurr snjór en það snjóaði aðeins í nótt og er færið mjög gott. Göngubraut tilbúin í Hólsdalnum kl 12:00 Ath. vindmælir er bilaður. Velkomin á skíði í dag Starfsmenn

Föstudaginn 12.febrúar opið 13-19

Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið er mjög gott kl 09:30 SSW gola, frost 5-7 stig og heiðskírt en það mun snúast ti NA áttar þegar líður á daginn og mun fylgja því éljagangur. Færið er troðinn þurr snjór og það vantar ekki að færið er frábært. Á svæðinu erum við með Hólabraut, Bobbbraut og Æfintýraleið. Byrjendakennsla er um helgina og byrjar kl 13:00 báða dag, kennari er Salóme Rut og er kent í 30 mín lotum og er verð per lota kr 2.000.- skráning í síma 467-1806 og skard@simnet.is Veðurútlit um helgina er mjög gott. Göngubraut er klár í Hólsdalnum Velkomin á Sigló Starfsmenn

Fimmtudaginn 11. febrúar opið /open 13-20

Opið í dag frá kl 13-20, veðrið er mjög gott SSA gola, frost 1-3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, nú er flott skíðafæri utan við troðnar bautir. Göngubraut tilbúin kl 14:00 á Hólssvæði ca 3 km hringur Flottar aðstæður eru í dag. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn

Miðvikudaginn 10. febrúar opið/open 15-19

Opnum á morgun kl 13-20, föstudaginn kl 13-19 og um helgina opnum við kl 10-16 báða daga. Opið í dag frá kl 15-19, náum ekki að opna í dag kl 13:00 eins og til stóð vegna mikillar vinnu við troðslu. Veðrið kl 10:30 austan gola, frost 2-5 stig en alskýjað. Færið er troðinn nýr snjór og hefur bætt á snjóinn ca 30-50 sm, þannig að færið er mjúkt. Velkomin í Skarðsdalinn Starfsmenn