Fréttir

Það er snjókoma í kortunum

Það er snjókoma í kortunum og vonandi gengur það eftir og um leið og hægt verður opnar svæðið. Opnun um jól og áramót er svo: Þorláksmessu kl 11-15 Aðfangadag    kl 11-14 Annan í jólum kl 11-16 27-30 des       kl 11-17 Gamlársdag     kl 11-15 Minni á vetrarkortasöluna í Bakaríinu fullorðnir kr 23.000.- börn 8.000.- og framhalds/háskólanemar kr 12.000.- þetta tilboð gildir til 24. des. Sjáumst hress

Vetrarkort tilboð til 24. desember

Tilboð á vetrarkortum stendur til 24. desember. Minni ykkur á að nýta frístundastyrkinn 2016 fyrir áramót.  Verð:  Fullorðin kr 23.000.- í stað 25.000.-  Barn 9-17 ára kr 8.000.- í stað 10.000.-  Háskóla/framhaldsskólanemar kr 12.000.- í stað 15.000.-  Vetrarkortin eru til sölu í Bakaríinu og verða það til 31. des einnig verða til sölu dagskort í Bakaríinu í allan vetur.  Hægt er að bóka kort með því að senda tp á skard@simnet.is og leggja inn á 565-26-640908 kt 640908-0680  Nú er um að gera að drífa sig og kaupa á lága verðinu.   Hvíta gullið er að koma kl 15:30 hefur snjóað ca 10 sm og er 1 stig frost á svæðinu.

Minni á kortasöluna

Tilboð á vetrarkortum stendur yfir til 11. desember. Minni ykkur á að nýta frístundastyrkinn 2016 fyrir áramót. Verð: Fullorðin                                 kr 20.000.- í stað 25.000.- Barn 9-17 ára                         kr  8.000.- í stað 10.000.- Háskóla/framhaldsskólanemar kr 12.000.- í stað 15.000.-  Vetrarkortin eru til sölu í Bakaríinu og verða það til 31. des einnig verða til sölu dagskort í Bakaríinu í allan vetur. En því miður verður lokað um helgina vegna þess að hvíta gullið er ekki alveg að koma. Fjallamenn   

Það er lokað vegna snjóleysis

Hvíta gullið lætur standa á sér, en það kemur fyrir rest. Fylgist með okkur hér og á facebook Minni á vetrarkortasöluna í Aðalbakaríinu þar sem er rjúkandi kaffi og brakandi brauð.

Stefnum á að opna föstudaginn 2. desember

!!Það vantar meira af hvíta gullinu!! Stefnum á að opna á morgun föstudaginn 2. desember kl 15-18. Það vantar ca 20-30 sm af snjó á neðstasvæðið og verður eingöngu hægt að opna neðstasvæðið ef bætir í snjóinn.  Á öðrum svæðum vantar töluvert uppá. Sumarið er akki alveg farið. Sjáumst hress í Aðalbakaríinu í kvöld og minnum á að ljós verða tendruð á jólatréinu kl 18:00 og lengri opnunartími verslana í kvöld, bara gleði, gleði. Fjallamenn