13.01.2015
Það vantar skíðakennara á Skíðavæðið bæði fyrir bretti og skíði.
Lokað í dag en opnum á morgun kl 16:00
Minni á næsta sunnudag 18. janúar en sá dagur er helgaður börnum um alla heim, allir á skíði, þotur, sleða og bara hvað sem
er. "allt gert fyrir börnin" Foreldrar, ömmur og afar kvattir til að koma með börnin í fjallið, það verður mikið húllum hæ í
Skarðsdalnum þar sem allt snýst um að börnin fái að njóta sýn. Kakó og með því fyrir alla í boði
skíðasvæðisins.
Allar upplýsingar inn á þessari heimasíðu
http://world-snow-day.com/en/WSD/Locate#
Starfsmenn
12.01.2015
Kl 13:30 Það verður lokað í dag það er farið að hvessa töluvert NA 13-20m/sek.
Opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 11:00 NA 4-12m/sek, frost 2 stig og alskýjað.
Færið er troðinn þurr snjór.
Velkomin í fjallið
11.01.2015
Opið í dag frá kl 11-16 í því bezta færi sem hefur verið á þessum vetri, WSW gola, frost 5-7 stig og heiðskírt. Troðinn
þurr snjór. Þetta verður flottur dagur.
Alparnir á Siglufirði hafa aldrei verið betri en einmitt nú, brekkurnar eins og silki. Brekkur upp á tvo kílómetra að lengd.
Velkomin í Skarðsdalinn
Starfsmenn
10.01.2015
Hálslyftan komin í gang og svo kemur Búngulyftan þegar við höfum fundið nægan snjó til að moka í lyftusporið tekur
næstu 2-3 daga.
Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 10:00 vestan 4-8m/sek, frost 5-6 stig og heiðskírt.
Færið er troðinn þurr snjór. Flott veður og færi.
Opnum 2 lyftur til að byrja með og setjum Hálslyftu í gang um leið og hún er tilbúinn sem gæti verið á milli 11 og 12. Búið
að gera við lyftunna og erum við að hengja höldin á hana.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
09.01.2015
Það verður flottur dagur á morgun, opnum kl 11-16.
Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið er S 2-8m/sek, frost 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi fyrir
alla það er nýr snjór á svæðinu.
Eins og staðan er núna opnum við tvær lyftur í dag. Unnið er að viðgerð á Hálslyftu og er verið að færa til mikinn
snjó til að koma Búngulyftu inn, en það var enginn snjór í lyftusporinu, það er blessað hvassviðrið sem hefur verið að gera
okkur þetta erfitt.
Vonandi getum við sett Hálslyftuna í ganga um helginna.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
08.01.2015
Lokað í dag vegna hvassviðris
Veðrið kl 10:00 SSW 4-25m/sek, frost 1 stig og töluverður skafrenningur.
Takið frá næstu 3 daga, veðurútlit er mjög gott SA átt og frost eins og það gerist bezt
Nýjar upplýsingar kl 14:00
Starfsmenn
07.01.2015
Opið í dag frá kl 16-19. Veðrið kl 12:00 sunnan 2-8m/sek, hiti 3 stig og léttskýjað.
Færið er unnið harðfenni, hitastig í snjónum er -1.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
06.01.2015
Í dag verður lokað en opnum aftur á morgun. Erum að vinna að því að koma inn Hálslyftusvæði og Búngulyftusvæði,
það þarf að færa til mikið af snjó.
Starfsmenn
05.01.2015
Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið er ASA 2-5m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
04.01.2015
Opið í dag frá kl 11-16. Veðrið kl 10:15 austan 4-8m/sek, frost 1 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór.
Nú er um að gera að taka daginn snemma.
Ath skíðið í troðnum brautum það er mjög stutt víða niður á grjót í ótroðnu.
Það er alltaf gaman að velta fyrir sér tölum. Nú fyrstu 2 dagana sem opið hefur verið í Skarðsdalunum eru gestir
um 300 manns og íbúar í Fjallabyggð um 2200 manns. Í Bláfjöllin hafa komið um 7 þúsund manns flest á einum degi sem er
auðvitað glæsilegt en á stór-Reykjarvíkursvæðinu búa um 220 þúsund manns. 150 manns í Skarðsdalnum og 7-8
þúsund í Bláfjöllum á daga. Tölur eru alltaf skemmtilegar.
Sjáumst hress
Starfsmenn