Fréttir

Mánudaginn 24. mars opið kl 14-19

Fjallafjör alla Páskavikunna allt miðað við fjölskylduna. Leikjabraut, Páskaeggjabraut, Fjölskylduþrautabraut, Barnagæsla, Lifandi tónlist, Fjallaskíðamót á Tröllaskaga og fl og fl.  Sumarrennsli í Skarðsdalnum 17 og 18 maí þar sem boðið verður upp á keppni frá Siglufjarðarskarði og niður að Skíðaskála 4 keppa í einu. Létt grill á eftir. Þeir 4 sem sýna beztu tilþrifin fá að launum vetrakort 2014-15 í Skarðsdalinn. Þessi keppni er fyrir alla. Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið er mjög gott SA gola, 3 stiga hiti og alskýjað. Færið er troðinn þurr snjór. Mjög gott utanbrautarfæri. Allir framhaldsskólanema 18 ára og eldri í Fjallabyggð fá aðgang í lyftur á barnagjaldi kr 700,- meðan skólahald liggur niðri. Erum að vinna við að koma Búngusvæði í gang en ekki er víst að það gangi í dag. Velkomin í fjallið Starsfmenn

Sunnudaginn 23. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 10:45 SSW gola, frost 5 stig og dálítil él. Veðurútlit fyrir daginn er mjög gott, það á að birta til.  Færið er troðinn þurr snjór. Opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu. Vonandi getum við gert allar lyftur klárar í vikunni. Göngubraut á Hólssvæði ca 2,5 km. Velkomin í fjallið Starfsmenn

Laugardaginn 22. mars lokað

Í dag verður lokað vegna mikillar vinnu á svæðinu. Það þarf að vinna í ca 10 tíma til að koma tveimur neðrisvæðunum í gott horf og svo þurfum við að byrja á því að moka snjó útúr troðurum. Stefnum á að opna á morgun sunnudaginn 23. mars kl 10-16   Nýjar upplýsingar á morgun kl 08:00 Umsjónarmaður

Föstudaginn 21. mars lokað vegna veðurs

Kl 18:00 Erum að stefna á það að byrja vinnu í fjallinu í fyrramálið eða þegar veðrið gengur niður og er mikil vinna við mokstur og troðslu framundan og er ekki alveg ljóst nú hvort við getum opnað á morgun. Nýjar upplýsingar á morgun kl 09:00 Í dag verður lokað vegna veðurs, en er NA leiðindi 15-25m/sek, frost 3 stig og mikill skafrenningur. Það verð nýjar upplýsingar inn á heimasíðu, facebook og 878-3388 kl 17:00 í dag um næstu skref hjá okkur, en samkvæmt veðurspá á þetta leiðinda veður að ganga niður í nótt og er veðurspá fyrir helginna góð. Vonandi tekst okkur að vinna svæðið um leið og veður lægir þannig að við verðum klárir á morgun. Umsjónarmaður

Fimmtudaginn 20. mars lokað vegna veðurs

Lokað í dag vegna veðurs. Veðrið kl 10:30 NA 20-30m/sek. Mesta hviða þennan sólahringinn var kl 04:21 í nótt 49.2m/sek. En það á að draga smá saman úr þessari veðurhæð og lítur helgin ágætlega út. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Miðvikudaginn 19. mars opið kl 14-19

Kl 17:45 höfum við lokað T-lyftu vegna hvassviðris veðrið er NA 8-15m/sek og meira í hviðum. Ja nú lítur það vel út gott veður og mikið púður. Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið kl 15:00 austan 2-10m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn nýr snjór en það er töluvert mjúkt. Það hefur snjóað ca 1 meter og er mikið púður um allt fjall. Göngubraut á Hólssvæði ca 2,5 km hringur. Velkomin á skíði í dag. Starfsmenn

Þriðjudaginn 18. mars lokað

Það verður lokað í dag. Stefnum á að opna á morgun. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Mánudaginn 17. mars lokað

Það verður lokað í dag vegna mikillar snjókomu og skafrennings þannig að skyggni er ekkert. Veðrið kl 12:20 NA 4-13m/sek og 9 stiga frost. Nýjar upplýsingar á morgun kl 10:00 Starfsmenn

Sunnudaginn 16. mars lokað vegna hvassviðris

Kl 10:30 Það verður lokað í dag vegna hvassviðris veðrið er SW 8-25m/sek og mikill skafrenningur. Erum með opnun í skoðun kl 11:00. Veðrið kl 08:40 WSW 2-18m/sek og töluverður skafrenningur. Nýjar upplýsingar kl 10:30 Starfsmenn

Laugardaginn 15. mars opið kl 10-16

Opið í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 13:00 austan gola, frost 3 stig og talsverð snjókoma. Færið er troðinn þurr snjór og mikið af honum. Velkomin í fjallið Starfsmenn