Föstudaginn 2. mars opið kl 13-19
02.03.2012
Það verður opið í dag frá kl 13-19, veðrið kl 09:00 SSA gola, hiti 8 stig og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór.
Fjallið lítur mjög vel út nægur snjór út um allt fjall. Langar brekkur stuttar brekkur og allt þar á milli, lengsta skíðaleið er
um 2,3 km.
T-lyftusvæði pallar, hólar og frábært gil. Þvergilið bobbbraut, pallar og hólar, Neðstasvæðið hólar og leikjabraut.
Göngubraut tilbúin kl 10:00 á Hólssvæði, 3 km hringur léttur og góður fyrir alla.
Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/
Veður horfur um helginna eru ágætar.
Velkomin á skíði í dag
Starfsmenn