10.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16, veðrið kl 09:30 er SSW 6-10 m/sek og vindur hjá okkur fer upp
í 16 m/sek í hviðum á efrasvæðinu en smamkvæmt veðurspá á veðrið að lagast þegar líður á daginn og
hitinn á svæðinu er um 7 stig, opnar lyftur til að byrja með Neðsta-lyfta og T-lyfta og vonandi getum við opnað Búngu-lyftu fljótlega eftir
opnun.
Ath. það hefur tekið upp töluvert af snjó á svæðinu og ég bið gesti að fara varlega það eru víða grjót
sem standa upp úr á svæðinu.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
09.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 12-16, veðrið kl 11:00 er SV 4-7 og aðeins meira í hviðum, hiti 6 stig og
léttskýjað, við opnum til að byrja með Neðstu-lyftu og T-lyftu, færið er troðinn rakur snjór mjög gott færi fyrir alla.
Það er gaman að geta þess að í heimsókn hjá okkur í fjallinu er æfinga hópur rúmlega 20 manns úr
Ármanni frá Reykjavík og fleiri góðir gestir.
Velkomin í fjallið starfsmenn.
08.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 10:00 SV 5-8m/sek og aðeins meiri vindur á efrasvæðinu
+3c¨° og léttskýjað, færið er troðinn rakur snjór en ágætis færi á efrasvæðinu , við stefnum á að
opna allar lyftur.
Ath. veðurspá kl 10 er SV vindur fyrir helginna sem getur verið okkur erfiður.
Velkomin í fjallið
Starfsmenn
07.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er SV 6-9m/sek og meira í hviðum, -1c° og alskýjað,
færið er troðinn þurr snjór mjög gott færi, við verðum með Neðstu-lyftu og T-lyftu opnar.
Árskort er góður kostur fyrir þá sem stunda skíði reglulega t d bara um helgar.
Velkomin í fjallið starfsfólk.
06.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-18, við lokum klukkutíma fyrr vegna þrettándagleði sem fram
fer í dag kl 18 og við fjölmennum þangað.
Veðrið er SV 3-6m/sek, frost 1 stig og alskýjað, færið er nýr snjór á öllu svæðinu og allar lyftur keyrðar.
Velkomin í fjallið.
05.01.2010
Skíðasvæðið er lokað í dag en opnar aftur á morgun kl 15-19, nánari upplýsingar um kl 12 á morgun miðvikudaginn 6. jan.
Opnunardagar í desember voru 15 og gestir um 800. Takk fyrir komuna.
Starfsfólk
04.01.2010
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 13-18 veðrið er NA-3-4m/sek, -5 stig og léttskýjað, færið troðinn
þurr snjór mjög gott færi fyrir alla, allar lyftur keyrðar.
Velkomin í fjallið.
Starfsmenn
03.01.2010
Skíðasvæðið er opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 SV 3-5m/sek, frost 4 stig og heiðskírt, færið er troðinn
þurr snjór og það verða allar lyftur í gangi.
Við biðjum skíðafólk að fara varlega á neðstasvæðinu.
Velkomin í fjallið starfsfólk.
02.01.2010
Gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á síðasta ári.
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er ágætt SV 5-7m/sek, 2 stiga frost og heiðskírt, færið
er mjög gott troðinn þurr snjór, og allar lyftur í gangi.
Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk.