Þriðjudaginn 17. apríl opið kl 15-19

Það hefur verið ágætis aðsókn á svæðið eftir páska. Um 1500 manns hafa komið á svæðið eftir páska ti…
Það hefur verið ágætis aðsókn á svæðið eftir páska. Um 1500 manns hafa komið á svæðið eftir páska til 16. apríl sem er bara nokkuð gott. Dalvíkingar hafa verið duglegir að mæta á svæðið.

Kl 14:30 En og aftur frábær dagur framundan í Skarðsdalnum. Frábært veður og frábært færi reyndar enn betra færi en í gær.

Í dag verður skíðasvæðið opið frá kl 15-19, veðrið kl 14:30 A 3-6m/sek, frost 2 stig, heiðskírt og glaða sól. Færið er troðinn þurr snjór, mjög gott færi fyrir alla

Öll svæði verða opin í dag.

Velkomin í fjallið starfsmenn

Nú fer hver að verða síðastur að nýta frábærar aðstæður í Skarðsdalnum þetta vorið. Opnun er þessi til næstu mánaðarmóta.

Fimmtudaginn 19. apríl sumardaginn fyrsta opið, Föstudaginn 20. apríl opið, laugardaginn 21. apríl opið, sunnudaginn 22. apríl opið, föstudaginn 27. apríl opið laugardaginn 28. apríl opið og síðasti opnunardagurinn er sunnudaginn 29.apríl. Aðra daga í apríl er lokað.

 

Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal, það gleður augað: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband