Sunnudaginn 5. febrúar opið kl 10-16

Mikið líf var í gær í Skarðsdalnum um 350 manns voru í fjallinu og fjöldi manns var á gönguskíðum á …
Mikið líf var í gær í Skarðsdalnum um 350 manns voru í fjallinu og fjöldi manns var á gönguskíðum á Hólssvæði

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 09:00 SV 3-11m/sek, frost 3 stig og heiðskírt. Færið er troðinn nýr snjór, það hefur snjóað ca 10 cm í brekkurnar.

Á svæðinu eru pallar, bobbbbraut, reil, hólabraut og fl, þessi svæði eru á T-lyftusvæði, Þvergili og á Neðstasvæðinu. Farið varlega svo engin meiðist.

Göngubraut á Hólssvæði tilbúinn kl 10:00 hún er ca 3,5 km. á göngusvæðinu er sunnan gola, frost 1 stig og heiðskírt. Nýr snjór í spori.

Velkomin á skíði gott skíðafólk

Starfsmenn