Smá fróðleikur um veturinn, nú þegar þetta er skrifað eru opnunardagar 32 en á sama tíma í fyrra voru þeir 65 og gestir nú eru komnir í 2500 en voru á sama tíma í fyrra 4700. Það er ástæða fyrir þessu , en það er blessað veðrið, svona til fróðleiks er veðurstöð svæðisins búin að mæla 8 hviður yfir 50m/sek en það mældist 1 hviða yfir 50m/sek í fyrra. En nú kemur það skemmtilega snjóalög eru góð, 1 meter á neðstasvæðinu og uppí 3-4 metra í efrihlutanum og svo eru margir flottir viðburðir framundan og veðrið í mars og apríl bara gott. Sjáumst hress