Kl 16:30 höfum við lokað vegna hvassviðris, SV 7-20m/sek.
Kl 13:00 Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 14-19, veðrið kl 13:00 SW 2-5m/sek, hiti 7 stig, heiðskírt og sól, færið er troðinn blautur snjór og er nokkuð mjúkt færi. Það þarf að taka daginn snemma það gæti byrjað að hvessa seinnipartinn.
Góðan daginn gott skíðafólk, skíðasvæðið er lokað eins og er, nýjar upplýsingar um kl 13:00. Veðirð kl 09:30 V 2-6m/sek, hiti 8 stig og rigning.
Um helgina (föst-sunnud) komu á skíðasvæði um 600 manns og var veðrið mjög gott en kannski of heitt fyrir suma en hiti fór í 20c° á veðurstöð á Búngusvæði (470m hæð) á laugardaginn 24. mars.
Snjóalög eru mjög góð á Skíðasvæðinu í dag (100cm -300cm) og eru töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Þannig að við horfum björtum augum til Páskahátíðar.
Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/
Sjáumst hress í Skarðsdalnum
Starfsmenn