Mánudaginn 22. febrúar opið/open 15-19

Kl 13:30 Það verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið er mjög gott WNW gola, frost 3 stig og það er að létta til. Færið er troðinn þurr snjór en það hefur snjóað í brekkurnar ca 30-60 cm um helgina þannig að færið er mjög mjúkt. Hálslyfta opnar á milli 16-17.

Ath. það verður lögð göngubraut frá og með miðvikudeginum 24. febrúar á Hólssvæðinu ca 3 km hringur.



Það gengur hægt að troða í dag, það þarf mikið að moka til á  svæðinu og mokstur á veginum er töluverð vinna. Nánari upplýsingar koma inn kl 14:00. Veðrið kl 12:00 vestan gola, frost 4 stig en alskýjað.


Það góða við stöðuna er að veðurútlit er bara gott út vikunna.


Svæðisstjóri