Mánudaginn 21. desember opið

Opið í dag frá kl 15-19. Veðrið er mjög gott, austan 2-7m/sek, frost 2 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór en það hefur bætt aðeins í brekkurnar svo að færið er töluvert mjúkt. 

Erum að stefna á að opna Hálslyftu á morgun og vonandi getum við opnað Búngusvæðið á milli hátíða. Það hefur því miður lítið fest snjó í efrihlutanum vegna vinds og höfum við þurft að moka mikið í efrihlutanum, en það hefur verið mun auðveldara að koma inn tveimur neðstu-svæðunum.


Opið yfir jólin 26. des 11-16, 27. des 11-16, 28. des 13-18, 29. des 13-18, 30. des 13-18, 31. des 11-14 og 2. jan 11-16.

Velkomin í fjallið

Starfsmenn