Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 10:45 vestan gola, lítilsháttar rigning, hiti 1 stig og þokan er að koma og fara, búið að troða allar brekkur. Allt troðið í gærkveldi og nótt þannig að brekkurnar hafa stirðnað í ca 8 tíma.
Við hér á svæðinu mælum með því að þið skíðagestir góðir mætið snemma í fjallið því færið versnar þegar líður á daginn og hún rigningin gæti komið þegar líður á daginn.
Öll svæðin verða opin og göngubraut tilbúinn kl 12:00 á Súlunum.
Sjáið endilega þetta myndband af skíðasvæðinu Skarðsdal: http://hedinsfjordur.is/a-skidum-i-skidaparadis-siglfirdinga-myndband/
Velkomin í fjallið
Fróðleiksmoli dagsins hjólað niður Skarðsdalinn: http://www.youtube.com/watch?v=aceSaa28Tq8