Laugardaginn 2. mars opið kl 10-16

Það verður opið  í dag frá kl 10-16. Veðrið kl 09.00 VSV 2-6m/sek, frost 3 stig og léttskýjað. Færið er unnið haðfenni og er nýr snjór yfir, það hefur snjóað aðeins.


Vetrarhátíð ÚÍF fer fram um helginna og verður leikjabraut við Neðstu-lyftu og kynning á gönguskíðum á Hólssvæði.


Göngubraut á Hólssvæði ca 3-4 km hringur.


 Skíðakennsla verður í fjallinu um helgar í vetur og byrjar kennslan kl 11:00 bæðið laugardaga og sunnudaga, þessi kennsla er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gjaldið er 1.500.- per mann í 1/2 tíma en kennarinn getur tekið 2 nemendur á hverjum 1/2 tíma. Kennari er Salóme Rut Kjartansdóttir og er hún með kennsluréttindi.


Velkomin á skíði í dag.

Starfsmenn