Laugardaginn 17. maí Skarðsrennsli opið frá kl 11-16

Frábær dagur að baki en um 90 manns komu í fjallið í dag og kepptu 25 manns í Skarðsrennsli sem var um 3km braut og voru mörg læri á suðumarki þegar í mark var komið. Frábær endir á góðum vetri. Þakka öllu sem komu í Skarðsdalinn í vetur kærlega fyrir að heimsækja okkur í vetur. Stefnum á að opna á morgun ef veður verður í lagi. Sjáumst hress næsta vetur.



Kl 09:00 veðrið  logn, sól og hiti 5 stig. Færið er töluvert mjúkt sumarfæri.


Ath. Norðurlandskort eru fallin úr gildi.


Skráning hefst miðvikudaginn 15. maí og er mjög einföld senda tp á egillrogg@simnet.is og svo bara skrá sig á staðnum.


Veðurútlit er mjög gott fyrir laugardaginn SA gola og flott.


Skíðasvæðið verður lokað til 17. maí en þá verður opið og Skarðsrennsli fer fram kl 13:00. Grill á eftir. Gjaldi í fjallið er kr 2.000.- fyrir fullorðna og kr 700.- fyri börn og að sjálfsögðu gilda útgefin vetrarkort í Skarðsdalnum.


Vegleg verðlaun fyrir 3 fyrstu 


1. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 5 manns. (2 fullorðnir+3börn) Út að borða á Kaffi Rauðku. Morgunverður  í Aðalbakaríi 


2. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 4 manns. (2 fullorðnir+2börn) Pizza á Allanum 


3. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 3 manns.(2 fullorðnir+1barn) Pizza á Torginu


4. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna


5. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna


6. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 2 fullorðna


Skarðsrennsli er 3 km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur) fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að Skíðaskála.

Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3, en tímataka fer fram með skeiðklukku. Bæði fyrir skíði og bretti.


Fylgist með okkur hér á heimasíðu og facebook


Umsjónarmaður skíðasvæðis

Egill Rögg