Fyrsti opnunardagur í Skarðsdalnum er runninn upp, skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 11-16.
Veðrið kl 09:00 austan 3-5m/sek, 5 stiga frost og léttskýjað.
Færið er troðinn nýr snjór, ca 1,5 km af troðnum brekkum, við opnum Neðstu-lyftu og T-lyftu, staðan á Neðstasvæðinu er þokkaleg, það þarf að fara varlega á því svæði það er lítill snjór, á T-lyftusvæði er stað nokkuð góð en fara þarfa varlega við gilið og að drifstöð á T-lyftu, en nú er um að gera að drífa sig í fjallaloftið á þessum annars góða degi.
Velkomin í Skarðsdalinn starfsfólk