Föstudaginn 15. maí opið kl 14-19

í dag verður opið frá kl 14-19, veðrið kl 10:30 austan 1-6m/sek, hiti 8 stig og léttskýjað. Færið er vorsnjór í bland við nýrri snjó. Búið að troða Neðstasvæðið, T-lyftusvæðið, Hálslyftusvæðið og hluta af Búngusvæði.


Veðurútlit í dag og á morgun er mjög gott austan átt sem er það bezta sem Skarðsdalurinn getur boðið uppá, það verður mikil dægursveifla í hita, frost yfir nóttina en 7-13 stiga hiti yfir daginn.


Velkomin í Skarðarennslið á morgun laugardaginn 16. maí og hefst það kl 13:00. Start við Illviðrishnjúk með talstöð og skeiðklukku en mark er við skíðaskálan. 


Klárum veturinn með stæl, síðasti opnunardagurinn er 17, 17,17 maí, maí,maí


Sjáumst hress

Starfsmenn