Föstudaginn 15. febrúar opið kl 15-19


Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19. Veðrið kl 13:00 NA 3-6m/sek, frost 2 stig en skyggni er ekki mjög gott, en á að batna þegar líður á daginn og þegar ljósin fara að njóta sýn. Færið er troðinn nýr snjór.


 Minni á skiptihelgi vetrarkortshafa 16 og 17. febrúar. Þeir sem eiga vetrarkort á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Skarðsdal Siglufirði og Sauðárkrók geta skíðað að vild á svæðunum um næstu helgi. (16 og 17 febrúar) Vetrarkortshafar þessara skíðasvæða þurfa að framvísa vetrarkortum sínum í afgreiðslu hvers skiðasvæðis og fá þá afhenta lyftumiða. Þetta er þriðji veturinn sem boðið er upp á skiptihelgar og gefur skíða- og brettafólki kost á að heimsækja nágrananna. Þetta er þriðja skiptihelgin af 5 en stefnt er að því að vera með eina slíka í hverjum mánuði fram á vor.






Velkomin í Skarðsdalinn

Starfsmenn