Skoðið nýtt myndband eftir Gulla Stebba hér til hægri á síðunni. Aðstæður í Skarðsdalnum eru frábærar.
Nú þurfa allir skíðaiðkendur í Skarðsdalnum að kaupa sér vasakort hvort sem er fyrir dagspassa eða vetrarkort. Kortið kostar 1.000 kr og
er skilagjaldið 500 kr. Vasakortin eru mjög þægileg því ekki þarf að stinga þeim í lesara, aðgangsbúnaðurinn les kortið
í vasa viðkomandi. Vasakortið er fjölnota og hægt að nota ár eftir ár. ATH að hægt er að fylla á vasakort úr
Bláfjöllum, Hlíðarfjalli og öllum öðrum skíðasvæðum sem eru með skidatakerfi.
Opið í dag frá kl 13-19. Veðrið 16:15 ASA 2-8m/sek, frost 2 stig og alskýjað.
Brekkur eru troðnar nýr snjór og harðfenni í bland.
Göngubraut á Hólssvæði eftir troðara með spori.
Velkomin í Skarðsdalin
Starfsmenn