Skíðasvæðið verður lokað í dag vegna veðurs, á svæðinu kl 12:00 er VSV 8-15m/sek og fer upp í 20-25m/sek í hviðum, þetta er á neðrihluta svæðisins á Búngusvæði fór ein hviða nú í morgun 38m/sek, en veðurspá næstu daga er mjög góð og opnum við svæðið á morgun kl 14:00, nýjar upplýsingar kl 11:00 á morgun.
Nú er svæðið búið að vera opið í 3 mánuði eða frá 6. nóvember í 47 daga og eru gestir á þessum tíma um 3 þúsund. Veðrið er búið að vera okkur mjög erfitt á þessum fyrstu 3 mánuðum eins og sést á fjölda opnunardaga, en þetta kemur með hækkandi sól.
Starfsfólk