Fimmtudaginn 24. mars opið kl 15-19

Velkomin á Sigló
Velkomin á Sigló

Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 15-19, veðrið kl 11:30 SA gola, frost 3 stig og léttskýjað, færið er troðinn þurr snjór s s frábært veður og færi, nú er um að gera að drífa sig í fjallið og njóta dagsins.

Það verður fullorðins kennsla á miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars kl 18-20, kennari verður Benedikt Hallgrímsson frá Ólafsfirði. Skíðasvæðið lánar þeim sem vilja prófa búnað og er frítt í lyftur. Endilega að nýta ykkur þetta tækifæri. Mjög gott er að tilkynna sig inn í síma 467-1806, það er gott fyrir okkur á sjá hvað margir koma til með að nýta sér þessa kennslu.

Upplýsingar eru ávallt uppfærðar inn á mbl.is og textavarp.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/skidasvaedi.html og textavarp.is  http://www.textavarp.is/544

Velkomin í fjallið

Starfsfólk