Fimmtudaginn 12. febrúar opið kl 14-19

!!Nýr snjór yfir öllu!!


Opið í dag frá kl 14-19. Veðrið Kl 11:40 er SSV 2-13m/sek, frost 8 stig, smá skafrenningur. Færið er troðinn púðursnjór, það snjóaði ca 25 cm í nótt. Flott færi í dag.  


Veðurútlit næstu dag er mjög gott SA áttir sem er það bezta hér í Skarðsdalnum.

Minni ykkur á að hafa með ykkur vasakortin, hægt er að fylla á öll kort, einnig eru þau til sölu á staðnum á kr 1.000.- en bendi á gjaldskrá hér á heimasíðuni.


Með göngubraut á Hólssvæði er í athugun en það fór allur snjór á lálendi.


Ps það er verið að taka upp myndina Ófærð hér á svæðinu og bið ég okkur öll að taka tillit til þess, þau verða að til kl 18:00 í dag. Geta orðið tafir á að komast að Skíðaskála.


Umsjónarmaður