Erfiður vetur það sem af er, nú þegar þetta er skrifað 2. mars má segja að það sé ekki kominn vetur. Enginn opnunardagur var í desember, fyrsti opnunardagur var 16. janúar og voru opnunardagar 7 í janúar og í febrúar voru opnunardagar 15. Það sem hefur truflað okkur er snjóleysi framan af og þegar snjórinn kom hefur hvassviðri truflað okkur endalaust, enda standlaus SV átt með tilheyrandi hita allt upp í 14 stig og hviður 40-50m/sek. Við erum bjartsýnir á framhaldið, nú á að frysta og snjóa eftir helgi svo vonandi eigum við góða 2 mánuði eftir s s mars og apríl. Eigum vona fjölda gesta næstu daga á skíð. Gönguskíðaiðkun hefur einnig verið mjög erfið vegna snjóleysis, en ég bendi á göngubraut við golfvallasvæðið í Ólafsfirði sem hefur verið í gangi og vonandi verða göngubrautir hér á Siglufirði í góðu standi næstu 2 mánuði
Annars bara gott hljóð í starfsmönnum í Skarðsdal og munum við taka vel á móti ykkur eins og ávallt.