30.10.2008
Skíðasvæðið opnar á morgun föstudaginn 31 október kl 16:00-20:00
Neðsta-lyfta og T-lyfta verða opnar á morgun, frítt verður í lyftur þessa helgi eða frá föstudegi-sunnudags og þeir sem eru
með árskort 2008, þau kort gilda til áramóta.
Upplýsingar verða lestnar inn á símsvara 878-3399
27.10.2008
Reynt verður að opna skíðasvæðið laugardaginn 1 nóvember kl 11 ef veður og aðstæður leyfa, það er kominn töluverður
snjór.
20.10.2008
Það lítur út fyrir það að það ætli að snjóa töluvert hjá okkur núna, vonandi verðum við klárir
þegar styttir upp, það stendur til að setja t-stykkin á morgun á T-lyftuna.
07.10.2008
Undirbúningur svæðis er í fullum gangi verið er að setja höld á neðstu-lyftu og verður haldið áfram að setja höld á
T-lyftu og Bungulyftu næstu daga.
Egill R
02.10.2008
Undirbúningur fyrir veturinn er í fullum gangi s s lyftur, lýsingar og markaðsstarf er hafið af fullum krafti.
Það hefur snjóað smávegis og vonandi heldur það áfram og mun verða opnað um leið og hægt er.
Egill Rögnvaldsson
01.10.2008
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning milli Valló ehf. og Fjallabyggðar um rekstur
íþróttasvæða á Siglufirði.
Valló ehf. stefnir að því að efla markaðssetningu skíðasvæðisins og kynna það sem eitt besta
skíðasvæði landsins. Opnunartími svæðisins verður einnig rýmri.
Valló ehf mun hér eftir stjórna þessari síðu og veita upplýsingar um skíðasvæðið.
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
12.08.2008
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði frá og með þriðjudeginum 5.
ágúst.
Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna á Siglufirði fyrir kl. 14:00 mánudaginn 25. ágúst 2008, en þá verða þau opnuð
í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Frekari upplýsingar gefur Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
og Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri
14.05.2008
Nú er skíðavertíðinni formlega lokið. - Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar.
Starfsfólk Skíðasvæðisins í Skarðsdal
12.05.2008
Búið er að opna neðstu og T lyftur, það er 8 stiga hiti aðeins austan gola frekar þungt færi en þó skárra en á sunnudag
því snjórinn sem kom síðast er að verða horfinn, minnum einnig á gönguhringinn við Hól fram fyrir stífluna.
11.05.2008
Erum búnir að opna neðstu og T lyftu það er frekar þungt færi , en gott veður sól og hiti um 10 gráður, þaðer búið
að leggja gönguhring fram fyrir stíflu, nú fer hver að vera síðastur að notfæra sér þá aðstöðu njótið
útiveru meðan veður leifir.